Tuesday, October 23, 2012

mörgum dögum síðar

Jæja þá er komið að því, ég er loksins búin að læra að setja myndirnar inn:) svo hér koma þær í réttri verkefnaröð.
stjarnan var fyrsta verkefnið, bæði rastering og skurður og líka hand teikning (andlitið)

þetta er litla smelluverkefnið, þarna eru hundurinn og kisan á stalli, myndin kanski ekkert afskaplega góð.  en það er bæði skurður og rastering og mikil kúnst að læra að setja götin í plötuna í  sömu stærð og pinnana á hund/kisu.

svo gerðum við límmiða, límdum hann á grind eins og fyrir pappírsgerð og svo var það stilt af við efnið og fatalitur (svona svakaflottur þykkur) smurður yfir.  svo þegar það er þurt þá er það þvotthelt og alshelt.
 

og svo stóra smelluverkefnið, þetta er ljóskúla, hringir uppi og niðri, annar með gati fyrir snúru og perustæði, hinn ógataður.  komst að því að það er mikið trix að mæla vel plexíið áður en prentað er út upp á það að það brotnar svo auðveldlega á samskeitum ef það munar bara agnarlitlu,  í mínu tilfelli munaði 0,05 mm og það voru nokkrir búnir að brotna áður en ég tók eftir því...
en hérna sýndi Katí okkur snildina með kóperingu á hlutum í hring, eða eiginlega að dúplikera hluti í hring.   þarna var hugmyndin svo að hægt væri að hafa fleigana og botn og topp í mismunandi litum.  ég átti þessar plötur bara við hendina og þess vegna er ljósið með matta fleiga en glærann botn og topp.
svo erum við að vinna í Lógó verkefni, að prófa að vinna með önnur efni en við höfum gert, svo er rastering í gler og ekki má gleyma ljósaverkefninu sem ég vann í pappa en er bara ekki alveg búin að klára. myndir af því næst.. .tjaó Eva

No comments:

Post a Comment